
Það var hátíð um daginn í tilefni stórleiksins... þar sem aðdáendur UAH hittust. Á hátíðinni voru skemmtiatriði, grillveisla, klappstýrur og margt margt fleira.
Þegar að kvöldi kom var komið að leiknum. Leik sem hægt er að líkja við Arsenal vs. Manchester United í alabömskum körfubolta. UAH vs. UNA (North Alabama). Það var rafmögnuð stemming á leiknum þar sem íþróttahúsið var vel troðið. Ég hef ekki notið þess að horfa á körfuboltaleik í svo langan tíma. Liðin skiptust á að halda forystunni svona 10x, og það var jafnt allan leikinn. Þegar 5 mínútur voru eftir virtust UNA ætla að sigla framúr okkur þar sem við virtumst ekki getað stoppað þeirra leikmenn.


Josh Magette heldur á boltanum, það er 1 mínúta eftir af leiknum, við erum 1 stigi undir og það er 1 sekúnda eftir á skotklukkunni. Josh Magette stendur meter fyrir utan þriggja stigalínuna þegar hann hoppar inní gaur og nær einhvernveginn skotinu af. Smellir honum beint ofan í. Húsið tryllist. Við stoppum þá í vörninni og förum í næstu sókninni. Josh Magette stoppar 3 metrum fyrir utan þriggja stiga línuna og smellir honum beint ofan í. Við erum komnir með leikinn og sigur í höfn í mesta spennuleik sem ég hef séð lengi.

Eftir leikinn erum við 13-4 í season og 2-0 í conference. Við erum núna komnir í þá stöðu að ef við vinnum næstu leiki verðum við taldir með sterkustu liðum landsins. Fólkið í skólanum er virkilega farið að taka eftir okkur eins og sést á myndunum. En það eru jafn stórar stúkur báðum megin við völlinn sem eru troðfullar.
Að horfa á liðið spila er ótrúlega fallegt. Þetta er án efa flottasta lið sem ég hef nokkurntímann séð spila körfubolta. Þeir spila á öllum sínum 10 leikmönnum í hverjum einasta leik. Allir eru góðir. Enginn er eigingjarn. Það eru allir með sama markmið.... að vinna leikinn. Það er enginn að pæla í að skora stigin, hafa einhver credentials, nafnið sitt í blöðunum eða fleiri mínútum. Það er ótrúlegur andi innan liðsins.
Ef að leikmaður fær það hlutverk að stoppa ákveðin mann í hinu liðinu þá tekur hann því fagnandi. Sama hvað væri hægt að segja um hinn eða þennan sem persónu... þegar þeir koma inná völlinn þá eru þetta bara naglar.
(Seinni þristur Magette sem kláraði leikinn)
(Hann er ekkert að hika við 3 metrana f. utan þriggja á crunch time)
(Þessir eru flottir)
En liðssóknin er ekki bara svona góð, heldur er liðsvörnin alveg mögnuð. Ég hef aldrei séð jafn góða hjálparvörn með eigin augum áður... aldrei séð heildina hreyfa sig jafn mikið sem eitt. Ég er alveg heillaður af liðinu, samherjunum og þjálfurunum og ég fer ekkert af því. Það er engin annar staður í heiminum sem ég vildi meira spila körfubolta á. Þetta er staðurinn sem ég vil vera á og fá að njóta þess að spila körfubolta með liðinu næstu 4 ár.
Ég man þegar ég spilaði í Reykjavík árið 2005, en fór á aukaæfingu um jólin á Selfossi með Brynjari Karl. Hann fór að reyna að útskýra fyrir mér körfuboltann og háskólaboltann í heildinni. Hvers konar körfubolta væri verðugt að spila. Hvers konar körfubolta ég ætti að leita í. Hann líkti þessu við að reykja góðan vindil... í gær þá skildi ég í fyrsta sinn fullkomlega um hvað hann var að tala um.
Ath. Ég hef aldei á ævinni reykt vindil, og ég efast um að Brynjar hafi gert það sjálfur. En ég skil samlíkinguna, þó að þið munuð kannski ekki skilja þetta fullkomnlega þar sem ég ætla ekki að fara að skilja eftir frekari útskýringar.
Að lokum vil ég bara segja eitt, og minna alla á hversu flott FSu prógrammið á Íslandi hefur verið. Aðeins þeir sem hafa verið í FSu og enda svo á að fara í háskólaboltan í USA, eiga eftir að skilja fullkomnlega afhverju hlutirnir í FSu eru gerðir eins og þeir eru gerðir. FSu er öðruvísi en annað á Íslandi... en þannig eru hlutirnir hérna líka í UAH.
Allt það fólk sem hefur farið í gegnum líf sitt hatandi á FSu, veit í rauninni lítið um hvað er í gangi þangi þar inni.
Segi Amen í bili og skil eftir fyrir ykkur nokkrar fleiri myndir úr leiknum.



Ef að leikmaður fær það hlutverk að stoppa ákveðin mann í hinu liðinu þá tekur hann því fagnandi. Sama hvað væri hægt að segja um hinn eða þennan sem persónu... þegar þeir koma inná völlinn þá eru þetta bara naglar.


Liðsóknin er ótrúleg... þetta er princeton sókn sem er mjög flókin, en við höfum líklega u.þ.b 80 kerfi bara í half court sókn. Leikmennirnir eru mjög klárir að skilja þjálfarann sem er hreint út sagt ótrúlegur X og O gaur.

En liðssóknin er ekki bara svona góð, heldur er liðsvörnin alveg mögnuð. Ég hef aldrei séð jafn góða hjálparvörn með eigin augum áður... aldrei séð heildina hreyfa sig jafn mikið sem eitt. Ég er alveg heillaður af liðinu, samherjunum og þjálfurunum og ég fer ekkert af því. Það er engin annar staður í heiminum sem ég vildi meira spila körfubolta á. Þetta er staðurinn sem ég vil vera á og fá að njóta þess að spila körfubolta með liðinu næstu 4 ár.
Ég man þegar ég spilaði í Reykjavík árið 2005, en fór á aukaæfingu um jólin á Selfossi með Brynjari Karl. Hann fór að reyna að útskýra fyrir mér körfuboltann og háskólaboltann í heildinni. Hvers konar körfubolta væri verðugt að spila. Hvers konar körfubolta ég ætti að leita í. Hann líkti þessu við að reykja góðan vindil... í gær þá skildi ég í fyrsta sinn fullkomlega um hvað hann var að tala um.
Ath. Ég hef aldei á ævinni reykt vindil, og ég efast um að Brynjar hafi gert það sjálfur. En ég skil samlíkinguna, þó að þið munuð kannski ekki skilja þetta fullkomnlega þar sem ég ætla ekki að fara að skilja eftir frekari útskýringar.
Að lokum vil ég bara segja eitt, og minna alla á hversu flott FSu prógrammið á Íslandi hefur verið. Aðeins þeir sem hafa verið í FSu og enda svo á að fara í háskólaboltan í USA, eiga eftir að skilja fullkomnlega afhverju hlutirnir í FSu eru gerðir eins og þeir eru gerðir. FSu er öðruvísi en annað á Íslandi... en þannig eru hlutirnir hérna líka í UAH.
Allt það fólk sem hefur farið í gegnum líf sitt hatandi á FSu, veit í rauninni lítið um hvað er í gangi þangi þar inni.
Segi Amen í bili og skil eftir fyrir ykkur nokkrar fleiri myndir úr leiknum.



Takk fyrir að minnast á frábæra stuðninginn sem þið fenguð frá okkur!! ;)
SvaraEyðaKann annars að meta þetta!
One luv frá MGM
Ásta
Haha þið fáið auðvitað sér blogg Ásta mín!
SvaraEyðaEr að fíla þetta herra Ragg. Get ekki beðið að kíkja á þig einhverntíman og sjá góðan körfubolta ;)
SvaraEyða- Þorsteinn
haha oki snilld þannig á þetta líka bara að vera, við bíðum allavega spenntar eftir umfjöllun :)
SvaraEyðaÁsta
árni meinarru ekki frekar man utd - liverpool...hvað er arsenal ? hehe
SvaraEyðaen flott blogg ást :*
Gaman að sjá orð þín hérna Þorsteinn... hef ekki heyrt í þér lengi gamli. En það er college, ég ætti að vita það.
SvaraEyðaÁsta þið getið bara beðið spenntar... hehe.
Kidda ég fylgist ekki með fótbolta lengur. Veit í rauninni ekkert hvað er í gangi þarna og svo lengi sem þú spilar ekki fyrir einhvað af þessum liðum þá gæti mér ekki verið meira sama.
Er annars heiðraður af þínum orðum hérna :)