
Tímabilið er búið í körfunni. Þetta er talið eitt besta tímabil í sögu UAH þar sem við settum nýtt Win-Lose record með 23-7 og 9-1 í Conference. Við fórum svo í Conference championship, keppni sem UAH hefur aldrei unnið. Það er 8-liða úrslitakeppni þar sem við unnum okkur alla leið í úrslitaleikin þar sem við spiluðum á móti Arkansas Tech sem voru rankaðir #1 í öllu landinu á þeim tíma.
Við vorum undir mest allan leikinn, en með ótrúlegum endaspretti og 2 þriggja stiga körfum frá Zane Campbell í lokin þá vorum við komnir 2 stigum yfir með 20 sekúndur eftir. Arkansas Tech skoraði hinsvegar þriggjastiga körfu með 8 sekúndur eftir (Reyndar steig hann á línuna en dómararnir tóku ekki eftir því). Við förum yfir í lokasóknina þar sem Tyler Hanback fer í lay-up en er svoleiðis hamraður niður, án þess að fá villu. Ég hef sjaldan séð annað eins. En það fór eins og það fór og við töpuðum leiknum með 1 stigi.
Við vorum semsagt 1 stigi frá því að eignast championship hringi þetta árið. En það er hinsvegar marg mjög jákvætt við þetta. Næstu ár eru virkilega björt þar sem bestu leikmenn liðsins á þessu tímabil voru freshmans + það að Árni Ragg bætist inní liðið á næstu leiktíð. Okkar framtíð er þess vegna uppskrift af einhverju hrikalegu.

Vegna þess að recordið okkar var svo gott fórum við svo í Tournamentið, þar sem við töpuðum með 1 stigi í framlengingu fyrir Rollins College. Við vorum meira en 20 stigum yfir á tímapunkti, en náðum að kasta leiknum frá okkur. Tímabilið er þess vegna búið og menn strax farnir að huga að næsta tímabili.

Annars vil ég enda þennan pistil á því að óska Hauk Helga Pálssyni til hamingju með að vera komin með verbal commitment í einn allra besta háskóla í USA (Maryland). Virkilega stórt afrek hjá honum og á hann endalaust hrós skilið fyrir þetta. Það verður magnað að fylgjast með honum þarna næstu árin. Mucho Mucho Gracias el kissi mussolini til Hauks Helga.
Næsta blogg verður um spring break.
Kveðja frá virtasta bloggi Íslands,
Árni Ragnarsson
Hlakka til að fylgjast með ykkur báðum næstu árin. Þið rústið þessu icelandic viking style.
SvaraEyða-Þorsteinn
Appriciate it Þorsteinn... er kominn í killer fýlingin. Hawk á eftir að gera eitthvað magnað...
SvaraEyðaÁrni
Blassadur massadur, thakka shout out-id... lol, en vid mossum thetta naesta vetur!
SvaraEyðaHaukur Pals