föstudagur, 4. desember 2009

Lífið sem boxari

(Þessi maður skrifar sitt besta blogg frá upphafi)

Byrjum á því mikilvægasta. Körfuboltinn er í fullum gír hérna. Liðið er nú búið að spila 6 leiki, búið að vinna 4 og tapa 2. Við töpuðum þessum tveimur leikjum á útivelli með 1 og 4 stigi þannig það má litlu muna að við séum 6-0. Hinsvegar unnum við Delta State á útivelli, liði sem var spáð því að vera sterkasta liðið hér í suðrinu þennan vetur.

(Spiluðum á móti Vanderbilt. Þeir eru ekkert djók. Ég klappa mér fast á andlitið fyrir að hafa ekki tekið myndir eftir að leikurinn byrjaði. Líklega um 5-8 þúsund áhorfendur á leiknum)

Við vorum rankaðir nr. 27 á landsvísu sem er alls ekki slæmt, sérstaklega með jafn ungt lið og við erum með. Boltinn hérna kemur mér alltaf meira og meira á óvart og þá sérstaklega hversu sterkur og hraður hann er. Ég er að æfa á fullu og hef mjög gaman af því. Ég verð alltaf þakklátur fyrir að fá tækifæri til að challenge-a sjálfan mig í jafn sterkri körfuboltadeild. Það eina sem fólk í skólanum sér er að ég er redshirt í vetur, en það sem það sér ekki eru hundruðir klukkustundanna sem ég er í íþróttahúsinu sjálfur að gera mig tilbúin til þess að spila hér næsta vetur.

(Þessi stelpa var rosalega dugleg að syngja þjóðsönginn fyrir leikinn)

Ég lít á þetta eins og að vera boxari. Ég er bara að æfa brjálæðislega til þess að komast í hrikalegt form fyrir stærsta bardaga lífs míns... sem verður á næsta ári.

Ég er búin að æfa stanslaust núna í rúm 5 ár. Þá er ég að tala um að ég hef ekki tekið lítið sem 2-3 daga frí frá æfingum. Inná þessum tíma koma samt nokkur meiðsli sem hafa hægt á manni. Hinsvegar er ég búin að spila í meira en 2 ár núna þar sem ég hef verið að æfa 1-3x á dag á hverjum degi meiðslalaust.

(Ég er í nákvæmlega sama fíling og þessir gaurar)

Þess vegna hef ég ákveðið að reyna að tileinka fyrstu vikunni minni heima um jólin í fríi. Þá er ég að tala um að ég ætla að neita mér um að snerta, horfa eða jafnvel hugsa um körfubolta og sjá svo hvað gerist. Eftir það ætla ég hinsvegar að hitta gamla meistara og æfa hrikalega... það er að segja ef að húsverðirnir á Íslandi verði svo örlátir að hleypa manni inní eitthvað íþróttahús yfir hátíðirnar. (Annars er Gaui, nettasti húsvörður landins á Selfossi, getur einhver boðið þessum manni hörku húsvarðavinnu í Reykjavík?)

Það er í rauninni svo mikið búið að gerast, sögur sem ég gæti sagt, en ég held ég spari frekar á mér puttana og geymi þær handa þeim vinum sem vilja heyra þessar sögur þegar ég kem heim núna 10. Desember í jólafrí.

Annars vil ég taka það fram að það er mikið af góðu fólki hér í Huntsville sem styður við bakið á manni og virkilega vill að manni gangi vel. Þar má kannski helst nefna allra bestu vini mína hér úti, Sævar og Dashu Sigurmundsson og Tyler Dunaway. Auk þeirra er t.d mikið af eldra fólki sem styður UAH, nemendur skólans, þjálfarar og fleiri sem allir vilja að manni vel. Það er virkilega gott fólk sem vinnur í kringum liðið og það er stór ástæða fyrir hversu vel mér líkar við að vera hérna.

(Meistarinn frá Kína, Teng Wang gaf mér þessa glæsilegu afmælisgjöf beint frá Kína)

Um þessar mundir er ég að klára jólaprófin. Á eftir eitt viðskipta stærðfræði próf sem ég stefni á að massa allhrikalega næstkomandi þriðjudag. Ég er búin að vera mjög öflugur í skólanum og kannski komið einhverjum á óvart. Man nú sérstaklega eftir að aðstoðarþjálfarinn minn sagði við mig eftir að ég valdi nokkra áfangana þarna í upphafi skólans:
"Arni, why are you taking this your first semester here in USA? Those classes are some hardcore stuff, you need some pre-required classes for those ones".

(Hérna eru redshirt freshmans UAH í vetur)

Hinsvegar varð raunin sú að ég er með allra hæstu nemendum í öllum þessum tímum. Í flestum þessum tímum eru um 60-90 nemendur þannig að ég er nokkuð sáttur. Ég kom hérna með ákveðin markmið og það mikilvægasta fyrir mig er að ná að afreka það sem ég set fyrir mér. Það er ekki fyrr en mér líður að ég sé á góðri leið með að ná markmiðum mínum sem ég leyfi mér að gera einhvað annað jafnvel skemmtilegra. Það hefur hinsvegar verið nóg af skemmtun fyrir mig hér.
Helsta ástæðan fyrir því að ég legg svo hart að mér að ná þessum einkunum er ekki til þess að ég fái stærri jólapakka frá mömmu og pabba um jólin. Talan sjálf skiptir í rauninni ekki það miklu máli.

Helsta ástæðan fyrir því að ég legg svo hart að mér að ná mínum markmiðum með einkunnir eru sömu ástæður og ég legg hart að mér til þess að ná mínum markmiðum í körfubolta. Ef ég get ekki náð markmiðum mínum í skólanum hvernig á ég þá að ná mínum markmiðum í körfubolta(sem eru miklu stærri og erfiðari en að fá A í skólanum). Ef ég get ekki náð markmiðum mínum í skólanum eða körfubolta, hvernig á ég þá að geta náð markmiðum mínum sem ég hef sett mér eftir körfubolta? (sem eru miklu stærri en þau sem ég hef sett mér í bæði skóla og körfubolta).

Ef ég ætla að gera það sem ég ætla mér þá veit ég að það byrjar núna. Og í rauninni byrjaði fyrir löngu. Ef ég tel mér trú um að ég geti gert hluti sem enginn annar hefur gert, þá skal ég betur sanna fyrir sjálfum mér að ég geti gert það sem ég ætla mér á vellinum og í skólanum.

(Pálmar bróðir Ragnarsson sendi þessa glæsilegu skyrtu til mín í afmælisgjöf. Hún kom skemmtilega á óvart er hann plataði unga fallega dömu hér frá Alabama til þess að koma henni persónulega til mín... ótrúlegur strákurinn)

Ég kem heim Miðvikudaginn 10. Desember. Ef það er einhver sem langaði að fá mig til að kaupa einhvað dót hér í USA og flytja heim fyrir sig þá þykir mér leiðinlegt að tilkynna að ég er nú þegar búin að lofa yfir mig. Ég væri virkilega til í að hjálpa sem flestum að taka einhvað nauðsynlegt fyrir þau en töskur mínar eru því miður bara orðnar yfirfullar. Ef þetta er einhvað lítið og mikilvægt þá er ennþá 1 buxnavasi aðeins hálf-fullur.

Annars er ég mjög spenntur fyrir að koma heim og vonast til þess að hitta sem flesta vini mína. Jafnvel þótt þú lesandi góður, heldur að mér hafi aldrei fundist þú skemmtilegur, þá er ég samt búin að sakna þín smá og ég hlakka til að hitta næstum því alla sem ég man nafnið á...

Ég ætla að enda þetta blogg sem ég ætla að kalla snilld, með enn meiri glæsileika. En hér sést strákurinn í sínu fyrsta Ameríska brúðkaupi. Þegar að kynnir kvöldsins kallaði Árna Ragg uppí dans þá vissi hann ekki hvað hann var að biðja um.















12 ummæli:

  1. Frábært hvað þú ert alltaf jafn jákvæður og ákveðinn í að ná þínum markmiðum!
    Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, ég fylgist vel með. Og ég hlakka til að fá að heyra fleiri sögur frá þér heima um jólin :)

    Kv. Tinna Rut

    SvaraEyða
  2. Sammála Tinnu!
    Ég dáist að metnaðinum hjá þér! Sýnir það bara og sannar að skýr markmið,öryggi, sjálfsálit og rétt attitude kemur manni þangað sem manni langar að vera!
    Sjáumst vonandi um jólin, ég á eflaust eftir að troða mér í mat eitthvert kvöldið ;)
    Karen

    SvaraEyða
  3. flott blogg árni minn :) en árni minn þú veist ég elska þig ;D en í brúkaupum á ekki brúðhjónin að vera miðpunktur athyflinar ekki eins og þarna ..hálfnakin íslendingur :D :D

    SvaraEyða
  4. (á ekki )eiga ekki.. meinti ég :)

    SvaraEyða
  5. Takk frænkur... hlakka mikið til að sjá ykkur! :)

    kidddda: góð spurning. Brúðguminn(aðstoðarþjálfarinn minn) bað mig persónulega um að dansa allt kvöldið og þakkaði mér svo innilega fyrir eftirá... auk þess að annar hver maður í þessu brúðkaupi hefur nú þegar beðið mig um að koma að dansa í sínu brúðkaupi. Þannig að ... Flippin no :)

    Kv. Árni

    SvaraEyða
  6. neett :D ekki slæmt :D
    en sá þú greypst einkað veist hvað það merkir ;D

    SvaraEyða
  7. Loksins kom nýtt blogg, þú ert algjör snillingur!! Frábært að heyra hvernig skólinn gengur ekki að það komi á óvart. Hlakka mikið til þegar við kíkjum á næsta tímabili að sjá MVP leikmanninn Árna Ragg. Sjáumst vonandi sem oftast í jólafríinu. Bið að heilsa og farðu vel með þig!!
    Kv,Helena

    SvaraEyða
  8. Þú ert algjör hetja Árni og þú átt eftir að ná langt ef þú heldur svona á spöðunum. So far lítur þetta drullu vel út hjá þér og ég hlakka til að fylgjast með þér. Þú færð sérstakt VIP boð í útskrifarveisluna mína, hlakka til að sjá þig!

    Áfram ÁrniRagg!

    SvaraEyða
  9. djöful líst mér vel á þig. mjög stolt af stóra frænda :)
    samt með smá spurningu.. afhverju er brúðurin að labba burt þegar þú ert hálfnakinn nálægt henni? var hún farin að sjá eftir að hafa gifst aðstoðarþjálfaranum þínum ;)
    kv Freyja frænka

    SvaraEyða
  10. Hæ Árni
    Þú ert ótrúlegur og gaman verður að knúsa þig þegar þú kemur heim í jólafríið.
    Gangi þér vel.
    Kv Óskar frændi

    SvaraEyða
  11. Freyja: Takk fyrir það... og það er mjög góð spurning. Það er hálf klikkað af henni að labba í burtu... reyndar var ég að taka nettan dans á hana rétt áður en myndin var tekin.

    Annars þakka ég þér Óskar, Helena og Torfi fyrir kveðjurnar og mig hlakkar til að sjá ykkur á næstu dögum!

    Kv. Árni

    SvaraEyða
  12. Virkilega góð færsla hjá þér maður. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og sérstaklega ánægður með myndirnar úr brúðkaupinu.

    Ég vona að þú eigir frábæran tíma á Íslandi með fjölskyldu og vinum.

    Kv. Óli

    SvaraEyða