
Nú er ég mættur aftur út til USA eftir frábæran tíma heima um jólin. Ég er virkilega ánægður með að hafa farið heim um jólin því þar fékk ég algerlega að endurhlaða batteríin og gera mig endurferskan fyrir næstu önn.
Það eru nokkrir hlutir sem standa uppúr á mínum jólatíma á Íslandi eins og;
- Vera með fjölskyldunni.
- Hanga með P. Rags
- Chilla hjá Val Guðlaugs
- Hitta miniboltastrákana mína í FSu
- Áramótapartý Halla Vall
- Hitta alla vinina og gömu meistarana


En aftur á móti er eitt sem að teygir sig örlítið yfir allt annað á þessum lista. Stúdentsveisla Torfa frænda þar sem Ég, Pálmar og Anna María tókum lagið í veislunni. Mér finnst þetta sérstaklega gott þar sem:
- Pálmar var búin í prófum samdægurs veislunni og henti upp einhverjum texta um Torfa 2 klukkutímum fyrir veisluna...
- Anna María lenti á Íslandi 2 klukkutímum fyrir veisluna eftir að hafa verið í heila önn í Danmörku í söngskóla sínum þar. Frekar ótrúlegt af henni að fara að syngja með okkur í veislu frænda okkar áður en hún fékk tækifæri til að heilsa almennilega uppá foreldra sína.
- Ég gleymdi stórum hluta af því sem ég ætlaði að rappa í laginu en náði að bulla mig(freestyla) útúr því.
- Við mættum til æfinga til Önnu Maríu eftir að veislan hjá Torfa var byrjuð og æfðum þetta svona 5x. Í öll skiptin mistókst þetta alveg hryllilega, þar sem ég og Pálmar mundum ekkert af textunum okkar, hikuðum endalaust, og virtumst geta gert fátt rétt. Samt ákváðum við að fara í veislunni og pulla þetta.

(Anna María er fáranlega hæfileikarík söngkona)
Annars þakka ég Önnu Maríu fyrir að vera alltaf svona til í þetta. Hún er orðin stjarna í ættinni minni. Í veislunni var hún var einnig plötuð í 3 laga einsöng acapella eftir okkar lag. Annars ætti það bara að vera tímaspursmál hvenær hún verði fræg á Íslandi, enda fáranlega hæfileikarík. Hún er kominn með ágætis fan-base hérna í Alabama en flestir vinir mínir hér eru heillaðir af sönghæfileikum hennar.
Fyrir þá sem hafa ekki séð þessi myndbönd þá eru þau hjá okkur á facebook.
Að lokum ætla ég að segja, að ég ætla að prófa nýtt fyrirkomulag hér á blogginu. Þar sem ég enda yfirleitt með að fórna heilum kvöldum í að blogga... og geri það þess vegna yfirleitt ekki mikið. Ég ætla þess vegna í staðinn að skrifa nokkur blogg þegar ég tek mig til, og birta þau svo bara skref fyrir skref þannig að færslurnar verða styttri, en fleiri.
Kveð frá the rocket city í bili,
Árni Ragg
Takk sömuleiðis Árni minn:) og mín var ánægjan að performa við hlið ykkar bræðra ;)
SvaraEyðalíst vel á fleiri stutt blogg!
kv.Anna María
Góður Árni, gott að vita að þú ert aftur komin í gírinn, bíðum spennt eftir meira bloggi :-)
SvaraEyðaKv,
Helena