laugardagur, 6. febrúar 2010

Doin it siiir....

(Tókum West Alabama í síðasta leik með rúmlega 10 stigum)

Hvað get ég sagt? Lífið rúllar áfram. Ég held áfram að leyfa mér að dreyma, um hina og þessa hluti. Basicin er sú sama, körfubolti, skóli... og allt annað. Ég ætla að skrifa meira um allt annað í dag.

UAH er 15-5 og 4-1 í Conference á leiðinni í leik á móti West Florida á morgun. Þetta verður að teljast mjög gott gengi, sérstaklega miðað við hversu ungt liðið er. Það eru 7 leikir eftir af reglulegu tímabilinu. Ef við höldum áfram á þessu róli þá erum við að fara í national tournament að tímabilinu loknu, sem er auðvitað bara nett.

Af öðrum fréttum þá er ég búin að vera að vinna mikið í mínum underground málum. Það eru nokkrir vel valdir vinir sem kveikja á einhverju þegar ég byrja að tala um mín underground mál, en það eru framtíðarplön sem ég reyni að fá öflugt fólk til þess að styðja. Það er ástæða fyrir að ég skrifa ekki um þau hérna strax, en ég er virkilega spenntur fyrir framtíðinni og hversu mikið það er hægt að gera í þessum heimi. Ég kalla þetta verkefni spirit.

Ég er búin að fá nokkra af yfirmönnum skólans sem er talið það öflugasta og að auki með því virtasta í skólanum til þess að styðja mig. Þau eru núna að hjálpa mér að gera eitt magnað, sem verður bara byrjunarreitur í öllu þessu ferli. Með því að skrifa þetta hér inn, þá er ég bara rétt að hita mitt fólk upp, því einn daginn er líklegt að ég komi og ræði um þetta við þig. En þegar það gerist þá vil ég að þú vitir að ég hef unnið í þessu núna í 3 ár.


(Alveg random mynd)

Eftir leikinn á morgun þá fer ég með James Smith og Xavier Baldwin til Birmingham, sem er stærri borg hérna klukkutíma frá. Þar ætlum við að gera eitthvað nett, en við munum gista í húsi Jason Smiths sem var einmitt MVP í efstu deildinni í Portúgal síðasta vetur. En hann sleit krossband í Búlgaríu á þessu tímabili og er að jafna sig eftir aðgerð. James og X eru báðir frá Birmingham.

(Xavier Baldwin og James Smith eru fáranlega fyndnir gaurar)

Á sunnudeginum verður frí frá æfingum og þá ætlum Ég, James og X að massa eitt rapplag. Pabbi hans James á professional studio þar sem margir artistar taka upp sínar plötur. James er massífur rappari og hefur gert nokkur lög sjálfur sem ég er að fýla í botn. Hann er alveg með þetta allt, en það er ósjaldan sem hann hefur freestylað hérna alveg illilega.

Ég ætla að enda þetta með einni ágætis sögu úr mínu daglega skólalífi hérna;

Ég gekk inn í minn fyrsta English 102 tíma hérna í byrjun Janúar. Ég labbaði inní kennslustofuna og sá að aðal körfuboltagellan í skólanum sat þarna aftast í miðri kennslustofunni. Ég þekkti hana mjög lítillega, en ákvað auðvitað að setjast við hliðiná henni. Ég spyr hana einhverra spurninga og svona rétt áður en ég spyr hana hvort ég megi prófa pennann hennar. Ég gríp um pennann, og strýk honum alla leiðina. Kasta honum svo nokkra hringi. Svo prófa ég að kasta honum og skrifa geðveikt hratt.


(Morgan Crawley - Stelpan sem fékk að heyra sitthvað um penna)

Eftir það spurði ég hana hvar hún hefði eiginlega fengið þennan penna. Þetta væri helvíti góður penni. Eftir þeim spurningum gaf ég henni sögu pennana sem ég hef notað í gegnum minn skólaferil. Styrkleika og galla þeirra.

Allavega, núna er liðinn tæpur mánuður frá þessum fyrsta tíma. Og nánast það eina sem ég hef rætt um við hana eru pennar. Ég bið hana reglulega um að prófa ákveðna penna. Ég sagði henni t.d hvað íslenskir pennar væru magnaðir því þeir væru örugglega mest agile pennar í heiminum. Svo gaf ég henni einn og var hún ekkert smá þakklát fyrir.

Það sem kom mér mest á óvart í öllu þessu gríni var hvað hún var að fýla sögurnar mínar um penna. Þetta passion sem ég "hef" fyrir pennum. Þetta er búið að vera drullufyndið en það er komin tími til þess að hætta gríninu, enda dettur mér ekki mikið fleiri góðar sögur í hug um penna. Hún á eftir að verða vonsvikin, en ég bæti henni það upp með öðruvísi töffleika.
Ég óskaði alltaf eftir því að einhver vinur minn væri með mér til þess að njóta þess þegar ég var að tala við hana um þetta, en í staðin verðið þið bara að ýminda ykkur það.

Með þessari sögu þá vil ég benda lesendum á að það er mjög auðvelt að gera skólan skemmtilegan.

Að lokum vil ég bara segja, hversu mikið ég virði fólk sem leyfir sér að dreyma. Það sem ég virði ennþá meira er fólk sem hefur virkilega trú á að það sé möguleiki, að það geti gert drauma sína að veruleika. Þá virði ég mest þá, sem átta sig á því, að ef það er möguleiki að það getur afrekað þá, afhverju ekki að gera allt til þess að ná þeim.

Það sem ég virði hinsvegar ekki, er fólk sem hefur svo litla trú á sjálfu sér að það reynir að kaffæra drauma annara. Fólk sem hefur ekki trú á öðrum vegna þess að það hefur ekki trú á sjálfu sér.

Og bara til að engin miskilji mig, þá finnst mér ég ekki hafa afrekað neinu þann dag í dag. Draumar mínir eru rétt að byrja.

6 ummæli:

  1. Loksins fær maður nýtt bréf frá Árnanum,mjög spennt að komast af hvað gerist eftir 3 ár :-) Allt gott að frétta frá okkur og TÓB, hún var að kveðja frændsystkini sín, ein að verða 3.ára og svo 5.ára. Gengur af þeim og segir respect og réttir hnúan.
    Njóttu hlökkum til að hitta þig í sumar.

    SvaraEyða
  2. Líst vel á rapplagið sem er í vændum. Ef þið búið eitthvað til þá endilega sendu það á mig!

    SvaraEyða
  3. Snillingur....

    Haltu áfram að dreyma, það er alveg ókeypis. Frábær sjarmör á ferð! Hver hefur ekki áhuga á að heyra sögur um penna!:)

    Ekki sætta þig við meðalmennskuna, stefndu hátt og settu fordæmi! Það fer þér best!

    Knús
    Hidda

    SvaraEyða
  4. Öflugt blogg Árni! Er spennt að heyra um þetta Spirit dæmi þitt, mjög dularfullt!

    SvaraEyða
  5. Góð random mynd.

    -Þorsteinn

    SvaraEyða
  6. Góð random mynd.

    -Þorsteinn

    SvaraEyða