laugardagur, 13. febrúar 2010

Skotárás

Áður en ég fór til USA þá var þetta einn af þeim hlutum sem mamma var efins með varðandi að fara í skóla hingað. Held samt að henni hafi ekki verið full alvara. En í gær gerðist svo hið klikkaðasta, sem ég hefði aldrei búist við að myndi gerast hér. Ég hef heyrt allskonar sögur, en ætla ekki að skrifa um neitt annað en ég veit að eru staðreyndir. Á skólatíma í gær, þá voru alls 6 manns skotnir í UAH og þar á meðal 3 látnir. Hinir eru inná spítala.

Skotárásarmaðurinn var prófessor í skólanum, útskrifuð úr Harvard og hafði meðal annars átt þátt í bættri tækni á farsímum, og hafði því unnið til einhverra afreka á sínu sviði. Ég veit ekki hvað kom til þess að hún gerði þetta, en hún skaut alls 6 aðra kennara.

Ég var á æfingu á meðan þetta átti sér stað. Æfingin var nýbúin og flestir leikmennirnir voru á leiðinni heim þegar okkur var bannað að fara úr húsinu. Enda byggingin þar sem þetta átti sér stað bara rétt handan við hornið og konan hafði hlaupið útúr því. Sérsveitarlögreglan mætti hinsvegar á svæðið og náði stjórn á hlutunum eftir þónokkurn tíma og var okkur þá hleypt heim.

Þetta er mjög sorglegt, þá sérstaklega fyrir fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra. Þetta minnir mann á hvað þetta getur verið klikkaður heimur. Á svona tímum þakka ég fyrir hvað Ísland hefur verið lukkunarlaust við svona atburði.

Ég þekkti engan prófessor sem var skotinn eða skotárásarmanninn. Ég tek stærðfræði í sömu byggingu og þetta átti sér stað, og var einmitt í tíma þarna deginum áður. Nokkrir liðsfélagar mínir voru hinsvegar betur tengdir við fórnarlömbin.

Það er búið að loka skólanum út næstu viku og er nokkuð sérstakt andrúmsloft hérna á campusnum núna. Þakka allar kveðjur og vill minna á að allt er gott á mínum enda og engar áhyggjur sem neinn þarf að hafa af mér.

Kveðja,
Ragnarsson

8 ummæli:

  1. Vá Árni já þetta er ótrúlegt!! Hefðir átt að heyra hvað þínum fyrrverandi þjálfara brá við þessar fréttir. Skaut hún ekki skólastjórann líka? Mér skilst að þetta hafi verið þar sem hún fékk ekki fastráðningu?? en þú veist það sennilega núna eða það sem rétt er. Gangi þér vel og gott hjá þér að láta vita að allt sé í lagi.
    Kv,
    Helena

    SvaraEyða
  2. Þetta er svakalegt að heyra maður. Alveg ótrúlegt hvað Amerísk menning er ofbeldisfull ef maður pælir í því. Krakkar alast upp við byssur, hernaðaráróður, og fréttir af ofbeldi. Á endanum verður fólk svo dofið að það sér ekkert að ástandinu. Bendi á Bowling for Columbine heimildarmyndina eftir Michael Moore (soldið ýkt auðvitað, eins og allt Michael Moore stuff. Samt margt til í henni)

    Annars gott að heyra að þú hefur það gott og þú heldur auðvitað áfram að vera maðurinn ;) Peace

    -Þorsteinn

    SvaraEyða
  3. Þú varar þig á þessu skotglaða liði amk.
    Kv.
    Gummi

    SvaraEyða
  4. Dísús Árni!
    Já... maður er bara orðlaus... Hugsaði auðvitað strax til mömmu þinnar! Ég hefði FrÍkAð ÚT! vitandi af "litla" barninu mínu nálægt svona.

    En svona er heimurinn. Þetta gerðist í Finnlandi líka en vonandi gerist þetta ekki hér, en það er aldrei að vita hvar og hvenær! Svona hlutir hafa líka gerst í Danmörku og víðar.

    Farðu varlega Árni minn, notaðu bara vikuna í að æfa þig, þegar þú átt frí í skólanum...

    Knús á þig úr HFJ

    Kveðja
    Hidda

    SvaraEyða
  5. Helena: Hún skaut yfirmann Biology deildarinnar í skólanum. En ekki forseta skólans.

    Það er mjög líklega rétt að henni hafi verið neitað fastráðningu, jú. En miðað við alla hlutina sem maður heyrir vill ég bara ekki þykjast vita mikið nákvæmlega um þetta.

    Þorsteinn: Mér finnst vera mjög mikið til í þessu. Hef einmitt verið að pæla í þessu, væri til í að kafa dýpra í þetta með þér næsta sumar.

    Gummi: Klárlega... bulletproof.

    Hidda: Já þetta gerist víst á fleiri stöðum en hérna. Og er það auðvitað bara sorglegt. Ég tek vikuna klárlega í að æfa mig :)

    Annars þakka ég ykkur öllum kveðjurnar :)

    SvaraEyða
  6. akkurat.. ég hélt að svona hlutir gerðust ekki nálægt þeim sem maður þekkir... en þú ferð varlega þarna úti.. ef eitthver er vondur við þig, þá tökum við Tommi karate múfin á þann!
    kv Freyja

    SvaraEyða
  7. svo gott að heyra frá þér í gær að allt var í góðu.. ég var literally með hjartstopp þegar ég heyrði fréttirnar...

    díses svo scary!! :/

    en gott að þú ert heill og hress!
    til að finna eitthvað jákvætt við þetta - frí í skólanum.. ;)
    kv. Helena Sverris

    SvaraEyða
  8. Jesús þetta er hræðilegt! Gott samt að heyra það er allt í lagi með þig.
    kv.Anna María

    SvaraEyða