
Þar sem ég mátti ekki ferðast með körfuboltaliðinu í tournamentið (Úrslitakeppnina) vegna einhverja klikkaðra NCAA reglna, þá ákvað ég að fara til Miami í mínu spring break í staðinn.

Þar fór ég til Montgomery og hitti þar Dísu Edwards körfuboltastelpu úr Keflavík, Margréti Ingþórsdóttir markvörð úr Montevallo ásamt Margréti Albertsdóttur og Kristínu Karlsdóttur sem báðar spila fótbolta fyrir AUM, sem er staðsettur í Montgomery, Alabama.
Við keyrðum frá Montgomery til Miami sem er rúmlega 10-12 klukkustunda akstur. Það hljómar hrikalega langt en það kom á óvart hversu auðvelt og nett þetta var allt saman, enda stelpurnar allar drullunettar. Við fórum til Miami og gistum á Carlton Hotel, sem er staðsett alveg upp við ströndina (South Beach). Við vorum þar 5 í frekar litlu en kósý herbergi.

Ég verð að viðurkenna að þar sem ég var í herbergi með 4 stelpum, þá var ég búin að undirbúa mig fyrir allt það drama sem myndi fylgja því. Ég ákvað að vera með tacticina: "Fara útí horn, ekki segja neitt og bíða þangað til það er búið" þegar dramað myndi byrja.

Hinsvegar varð ég virkilega impressed eftir ferðina þegar áttaði mig á því að ekkert drama átti sér stað. Og þá erum við að tala um alveg núll drama, sem segir mikið um hversu nettar þessar stelpur eru. Eða eins og Erik Chaillot myndi orða það: "Þetta er bara eins og að chilla með heitum gaur!". Sannarlega classic setning frá Erik þegar hann reyndi einn daginn að lýsa fyrir mér hvað stelpan sem hann var að date-a væri nett. Kom ekki alveg út eins hann meinti þetta, en við skiljum öll hvað ég og Erik erum að tala um.


Við vorum þarna í rúmlega 8 daga. Vöknuðum fersk eldsnemma á morgnanna til þess að fara á ströndina að tana. (Ég kannski með aðeins minni metnað en stelpurnar). Ströndin var þvílíkt flott, sjórinn fallegur og fólkið vel yfir meðallagi í fegurð. Við tókum sundsprett (Einn þar sem ég kom allur blóðugur tilbaka), fórum í strandblak og mössuðum brimbrettin, en við fengum lánuð bretti frá fínustu gaurum þarna.

Það var fleira fólk í ferðinni, þar sem Ásta æskuvinkona úr Rimaskóla var mætt þarna með Ingu og Helgu sem komu einmitt í heimsókn hingað til mín í Huntsville fyrir stuttu. Með þeim var einn gaur, sem var ekki venjulegur maður, heldur var þetta Gunnar sem verður að teljast mikill meistari.

Ég hitti Gunnar fyrst á Nikki Beach club, sem er nettasti skemmtistaður sem ég hef farið á. Á staðnum voru fullt af rúmum, aðgengi að ströndinni, tryllt dansgólf og allskonar töffheit. Allavega, ég var með Gunna allt kvöldið án þess að taka eftir einhverju óeðlilegu. En þegar ég vaknaði svo snemma daginn eftirá þá voru komnar rúmlega 600 myndir inná facebook, langflestar af kvöldinu áður. Ég tók ekki einu sinni eftir því að maðurinn hefði verið með myndavél - klárlega bestu paparazzi skills sem ég hef á ævinni séð. Annars fær hann mikið props fyrir ferðina, en hann capturaði fullt af myndböndum og annari snilld í henni. Þar á meðal afmælisdans míns og Helgu Franklínsdóttur... sem má finna á facebook.

Seinna komu svo 7 aðrir íslenskir fótboltastrákar frá AUM til okkar og var dans-crewið okkar því orðið ennþá nettara. Efast um að einhver dans-grúppa í Miami hafi átt break í okkur, en þarna leyndust algerir topp dansarar.


Þar sem ég var mesta megnið af ferðinni með 7 stelpum, þá held ég að ég hafi fengið að kynnast öllum huzl aðferðum sem til eru í heiminum. Öllum gaurunum á Miami fannst eitthvað voða merkilegt að ég væri að hanga með 4-7 stelpum hvert sem ég færi, og vildu meina að ég væri eitthvað voðalega heppinn fyrir það. En það liggur samt frekar fyndinn miskilningur á bakvið það, því þessir gaurar vissu ekki hver ég væri... og vissu þess vegna ekki hvað stelpurnar voru ótrúlega heppnar að fá að hanga með mér.
Allavega... Á ströndinni/ferðinni mátti finna:
#1 Gaurana með brimbrettin sem létu stelpurnar prófa
#2 Gaurana sem mæta og nudda gellurnar
#3 Gaurana sem bjóða þeim í drykki og partý
#4 Gaurana sem mæta og tala um strippstaði
#5 Gaurana sem koma án þess að fara
#6 Gaura sem reyna að flexa sig í öllum mögulegum stellingum á meðan þeir tala við stelpurnar (lol)
#7 Mennina með peningana
#8 Helmyndarlega gaura frá Indlandi (lol)
#9 Brasilíska gaura sem treystu á persónuleikan, ekki yfirborðskenndu hlutina
#10 Gaurana sem voru líklega flæktir inní einhver mafíu mál í Miami heimi
Ég gæti líklega lengi talið áfram. En það var allavega úr nógu að moða fyrir stelpurnar í ferðinni, þar sem þær voru gríðarlega vinsælar.
Síðustu helgina komu svo tvær ofur körfuboltagellur frá Keflavík, þær Helga Jónsdóttir og Anna María Ævarsdóttir og var það ekki til þess að minnka vinsæld íslensku stelpnanna á ströndinni. Það var auðvitað bara gaman að fá þær en þeir sem þekkja þær vita væntanlega að þetta eru ofur hressar stelpur.

Í lokin ætla ég að koma með nokkur random facts um hluti sem við gerðum í ferðinni:
#1 Urðum tanaðri
#2 Urðum þess vegna líka fallegri
#3 Fórum út að borða á hverju kvöldi á nettum veitingastöðum
#4 Tókum dance-battles... whaatup?!?
#5 Fórum í limmósínu (spell check)
#6 Tókum workout á ströndinni
#7 Fórum í strandblak
#8 Mössuðum tigermyndir (Og það geðveikar tiger myndir)



Annars þakka ég bara öllum fyrir þessa mögnuðu ferð. Hún verður allavega lengi í minnum höfð hjá mér...
Árni Ragnarsson
Fila þemað í ferðinni, svona á þetta að vera, ekkert vesen - ekkert kjaftæði!
SvaraEyðaOg ánægður að línan hans Erik lifi áfram, hún má ekki gleymast hahah! Og djöfull eru gaurarnir sem koma án þess að fara pirrandi haha... versta típan.
En góður puntkur með mennina sem voru ekki að átta sig á því að stelpurnar væru heppnar að fá að hanga með þér en ekki öfugt... það þarf að fræða svona lið
- Brothalovin, PR
hahaha ég er að fíla shoutoutið, þessi lína fer í sögubækurnar! Fokking heppnar gellurnar að fá að hanga með þér í spring break bró, þó að þær hafi ekki verið í verri kantinum!
SvaraEyðaSáttur með þig að hafa prófað surfið (ef ég skyldi þig rétt). Það er eina vitið!
Hrikalega gott að fá blogg reglulega aftur Árni minn. Keep it up!
SvaraEyðaAnnars er Gunz mikill meistari, nett ruglaður, en mikill meistari enda beint úr ghettóinu!
Í mínu spring breiki back in the day var rúllað til Vegas, check it á næsta ári!
Kv. Svenni Claessen
Gott blogg Árni! ;) Hahah snilld með gæjana og þessar aðferðir hjá þeim! Þú ættir að vera komin með eitthvað sem getur hjálpað þér að ná í píur eftir þessa ferð.. En já þetta var geggjuð ferð í alla staði og eins og ég sagði, ef við erum ekki í Bama, að þá er ekkert drama! það er bara þannig.. ;)
SvaraEyðaGleymi þessari ferð seint..
Ertu ekki að gleyma að hægt að var að finna fjall myndarlegann Íslending sem er tanaður, massaður, hann hözlar ekki því við vitum öll að hann er hözlaður....
SvaraEyðaEn samt sjúklega fyndnar facts um gaurana á ströndinni ;)
Kv.
Talinn vera töffari íslands, Árni Þór Jónsson.
Þetta var bara "500 Kall og ekkert kjaftæði" P.R!
SvaraEyðaErik: Maður testaði aðeins surfið þarna, náði kannski ekki þínu skill leveli en ég átti hinsvegar góð föll þarna. Annars er ég viss um að stelpurnar átti sig alveg á þessu...
Svenni: Já mikill meistari, enda talaði hann um ykkur félagana úr hoodinu... Já Vegas er klárlega staður sem maður er að fara að checka á... færð samt street credit frá mér að hafa farið þangað á meðan þú varst ennþá í high school (Ef ég er með þetta rétt)
Dísa: Já þetta voru topp-aðferðir, maður er með þetta allt í glósubókinni hérna. Svo er maður bara búin að vera að æfa fyrir framan spegilinn... er orðinn helvíti góður í að flexa núna :)
Árni Þór: Hahaha... Já þú hittir jack-pottinn þarna, get ekki neitað, enda hefurðu verið minn wing-man síðan við vorum 5 ára... þú veist hvernig þetta virkar hehe
Já klárlega ;) Við vorum öflugir um áramótin ;) hehe... kunnum þetta =)
SvaraEyðaÉg sé að menn verða greinilega alveg jafn tanaðir í Alabama og í Ástralíu.
SvaraEyða"Gaurarnir sem koma án þsss að fara" - Snilldarlína
Annars þá var ég að velta því fyrir mér hvort þú hafir spilað volleyball einn á móti stelpunum. Ekki að dissa þeirra hæfileika neitt en af myndinni af dæma þá ert þú með ágætis yfirburði í hæð.
Alabama og Ástralía eru bara the two places to be!
SvaraEyðaJá ég var alveg með þetta í volleyball... var reyndar talin full eigingjarn þar sem ég reyndi að blaka boltanum sama á hvaða svæði hann lenti í mínu liði. En annars ertu með gott auga fyrir talenti maður.
Árni Þór: Við erum búnir að vera helvíti góðir alveg síðan við vorum að reyna við Beggu Majónes í 1. bekk. haha
Alabama og Ástralía eru bara the two places to be!
SvaraEyðaJá ég var alveg með þetta í volleyball... var reyndar talin full eigingjarn þar sem ég reyndi að blaka boltanum sama á hvaða svæði hann lenti í mínu liði. En annars ertu með gott auga fyrir talenti maður.
Árni Þór: Við erum búnir að vera helvíti góðir alveg síðan við vorum að reyna við Beggu Majónes í 1. bekk. haha