sunnudagur, 9. maí 2010

Jason Smith - MVP of Portugal interview



Ég náði miklum meistara í viðtal nú á dögunum. Þetta er enginn annar en Jason Smith sem varð NCAA Two-time all American með UAH á sínum árum hér. Heiður sem mjög fáir ná og enn færri ná því tvisvar á sínum ferli í háskólaboltanum. Að auki varð hann MVP í efstu deild Portúgals þarsíðasta tímabil en hann hefur að auki spilað atvinnumennski í Tékklandi og nú síðast í Búlgaríu þar sem hann meiddist fyrir u.þ.b 6 mánuðum. Þess vegna er hann heima núna í endurhæfingu. Þess má geta að hann er nýbyrjaður að æfa aftur og mun því fara aftur út næsta vetur.

Þessi náungi er einn nettasti character sem ég hef kynnst á ævinni. Þetta er svona náungi sem ætti að vera gerð bíómynd um, en hann hefur þvílíkt killer attitute í boltanum og þar af leiðandi eitt mesta sjálfstraust sem finnst í heiminum. Hann er þekktur fyrir að hafa enga samvisku fyrir því að skjóta boltanum - sama hvað hver segir.
Aftur á móti er hann þekktur fyrir að hitta úr þessum skotum annað en mörg af þessum svartholum þarna úti. Þetta er án efa einn besti leikmaður sem hefur spilað fyrir skólann.

Jason hefur verið með Diabetis (Sykursýki) nánast alveg síðan hann fæddist. Það hefur ekki stoppað hann í að ná markmiðum sínum í íþróttum - Þannig shoutout til allra sem eru með sykursýki, það er ekki að fara að stoppa ykkur í neinu. Þess má geta að yngri bróðir hans, James Smith spilar með mér núna í UAH. Enjoy.

7 ummæli:

  1. Helvíti nettur gaur og greinilegt að þið eigið margt sameiginlegt...Þú verður svo bara að taka af honum 3. sætið fyrir all time scoring leader í UAH, ekkert kjaftæði ;)

    -Thorsteinn

    SvaraEyða
  2. Haha þú veist það Þorsteinn... 500 kall og ekkert kjaftæði !

    SvaraEyða
  3. Hahah er svo að fíla viðtölin þín. Þú ert svo hnitmiðaður í öllum setningum og spurningum, ættir að fara að taka þetta shit í sjónvarpið. Og J-dirty geðveikt nettur á því haha

    SvaraEyða
  4. Haha ég drep viðtölin það er engin spurning...

    J-Dirty hefði samt getað gert þetta einn. Gaurinn er ekkert að hata viðtölin...

    SvaraEyða
  5. J-Dirty klárlega nettur. Mjög fyndið svarið hans við þessu scenario sem þú settir upp í lok myndbandsins.

    "I'm gonna shoot and score"

    Sammála Pálmari líka, þú ert með viðtalsgenið á réttum stað!

    SvaraEyða
  6. Haha hann er svo mikill snillingur! Hann hringdi einmit í Jaime eftir þetta og var að segja hvað hann hafi fílað þetta viðtal og eitthvað! hehe einmum of nettur.. ;) En jáá gott viðtal líka! ;)

    -D. Edwards

    SvaraEyða
  7. Fáránlegt að gæinn sé ekki að taka viðtal við þig í staðinn... veit maðurinn ekki hver þú ert?

    -- SiggiHaff

    SvaraEyða