laugardagur, 10. október 2009

Dance off - Fall Break

(Körfuboltaliðið í giftingu David Ivey síðastliðnu Helgi)

Þessa dagana er Fall Break. Það þýðir að ég fékk frí Fimmtudag og Föstudag frá skólanum og körfubolta. Flestir strákarnir í liðinu nýta fríið til að fara heim til sín. Ísland er aftur á móti aðeins of langt í burtu til að skreppa heim. Við erum þó allir að æfa á okkar eigin forsendum enda þjálfararnir búnir að lofa erfiðum æfingum eftir "fríið".

Þetta er samt góður tími til þess að slaka aðeins á og velta því fyrir sér hvar maður stendur og endurskipuleggja sig vel fyrir næstu lotu.
Ég skal samt viðurkenna að það fór minni tími í að endurskipuleggja sig heldur en að horfa á Entourage. Þvílíku snilldar þættirnir. Ólíkt mörgum þáttum með þessu sniði þá verða þessir þættir bara betri og betri með hverri seríunni. En nóg af kjaftæði.

Eftir hlé byrja liðsæfingar. UAH er mjög sterkur taktíklega enda er þjálfarinn nokkurskonar snillingur. Ég er búinn að fara í gegnum slatta af kerfunum og hef komið sjálfum mér nett á óvart hversu fljótur ég hef verið að picka þetta upp. Þetta eru ótrúlega flott kerfi, en rétt eins og í FSu þá ganga þessi kerfi útá read og maður þarf að vera vel undirbúinn og leggja mikla vinnu í þetta til þess að láta kerfin virka á vellinum. Þrátt fyrir að FSu hafði hrikalega mörg kerfi/read þá getiði tekið þá tölu og margfaldað hana með 3 og þá eruði kominn með fjöldann af kerfum sem eru spiluð hér hjá UAH.

Ég get glaður sagt frá því að síðustu æfingar mínar hér með liðinu hafa verið mínar bestu. Ég er alltaf að spila betur og betur og allra síðasta æfingin mín með liðinu var hrikalega góð. Ég hef verið að einbeita mér mikið að því síðustu ár af því að "bæta mig" og verða betri. Ég er eiginlega kominn með leið á þeim frasa og set ég focusinn meira á að vera bara drullugóður í körfubolta. Þannig í hvert einasta skipti sem ég stíg á völlinn þá ætla ég að vera killer góður. Það er focusinn.

Það sem ég hef líka gert er að minnka focus á lyftingar og physical power og auka focus á að spila körfubolta. Ekki miskilja mig, ég er ennþá að lyfta og massa þetta í lyftingasalnum og stefni á að verða öflugri og öflugri með hverju árinu sem líður. En ef ég þarf að velja á milli þess að spila góðan körfubolta eða fara í lyftingasalinn þá fer ég mun frekar á völlinn. Það er auðvitað mun skemmtilegra að spila bolta... en ég held það sé líka betra fyrir mig á þessum tímapunkti. Maður er seint að fara fram úr þeim genatískustu physically en maður getur betur stjórnað körfuboltanum.


(Það er ennþá sól í Alabama)

Ein góð saga frá síðustu helgi en þá var aðstoðarþjálfari minn að gifta sig. Hann bauð öllu liðinu í giftinguna og auðvitað mætti ég. Í eftirveislunni var svo auðvitað dansgólf og einhver Partý-gaur að stjórna kvöldinu með mic og að DJ-borð.

Hérna í USA hefur skapast óþæginlega mikið hype um danshæfileika mína. Sem kom fram þetta kvöld í þeirri mynd að ég gat ekki átt eðlilegar samræður í veislunni. Allir liðsfélagar mínir voru utan í mér allt kvöldið að biðja mig um að fara að dansa - og momentið var klárlega ekki þarna. Á milli þess komu styrktaraðilar og ættingjar þjálfarans sem voru búnir að heyra sögur og voru að segja mér að taka yfir gólfið. Við erum að tala um 3 non-stop klukkustundir af "Arni go take over the dance floor". Og það var dansgólf sem 2 krakkar á aldrinum 5-6 ára voru í eltingaleik á.


Ok. Þetta dans-serve djók mitt er eiginlega búið að missa sinn tilgang. Upprunanlega þá var djókið alltaf að ég sjálf-hypaði danshæfileika mína upp og mætti svo á dansgólfið með hardcore-attitute en nákvæmlega enga danshæfileika. Á sama tíma reyndi ég samt alltaf að gera mitt besta...

Árin líða af hrikalega slæmum dance-battles (danshæfileikalega séð). En núna, um 6 árum eftir að ég sá ,,You got served" í fyrsta skipti þá er ég actually orðinn ágætis dansari. Sumir myndu kannski ekki trúa því, en orðið hérna í skólanum er að ég sé alveg rosalegur dansari(mostly hype) en ég lendi ósjaldan í því að einhverjar ókunngar stelpur segjast hafa heyrt að ég sé geggjaður dansari.

By no means þá er ég að segja að ég sé frábær dansari. Ég er orðinn ágætur... og thats it. Ég veit ekki hvað gerðist en síðan ég kom til USA þá virðist ég líka hafa bætt mig, án þess að vera að æfa þetta eitthvað. Ef þið kíkið á www.uahchargers.blogspot.com sem er bloggsíða sem er haldin út fyrir körfuboltaliðið þá getiði séð nokkur viðtöl við leikmenn, og þeir seriusly halda að ég sé góður dansari eftir að hafa séð nokkra battles hérna. Alltíeinu er sjálf hype-ið orðið kjánalegt.

Allavega. Ég er ekki að fýla þetta jafn mikið og í gömlu góða dagana og ég hugsa að dagar dans battlsins hjá mér séu að ljúka enda er þetta grín að falla um sjálft sig.

En já... back to the story. Eins og gengur og gerist í Amerískum brúðkaupum þá tekur brúðguminn einhvað svona skraut af leggjum konunnar og biður svo alla "Single mens" um að safnast saman bakvið hann. Ég er auðvitað mættur þarna og gríp þetta band við mikil fagnaðarlæti í salnum (Þýðir að ég mun verða næstur til þess að gifta mig). Í fagnaðarlátum mínum þá gat ég ekki staðist mátið og tók nokkur létt dans move uppá djókið.

Partý-DJ-Mic stjórinn tók mig þá á orðinu og fékk nákvæmlega alla í salnum til þess að klappa mig upp á sviðið. Á sama augnabliki setti hann lagið "I'm to sexy for my shirt" í gang. Á þessum tíma sagði ég... ,,No... people... you dont know what youre asking for... you DONT know what youre asking for!." En fólkið hélt samt sem áður áfram að klappa eins og beljum sem er hleypt út yfir sumartíma. Ég er man of principles... ég backa ég ekki down from challenges.

Ég set hardcore attitute augnaráðið í gang. Á sama tíma byrja ég að taka létt dansmove um leið og ég hneppi frá skyrtunni. Ég dansa mig í villt gegnum lagið, ríf mig úr skyrtunni, gríp rós með munninum af næsta borði og dansa með hana í kjaftinu til gamallar konu í salnum. Næst dansa ég til brúðarinnar úr að ofan, og tek smá grindin moves á hana. Að lokum endaði ég svo showið á öllu því sem ég hef á miðju dansgólfinu við mikil fagnaðarlæti.

(Þetta hefði mögulega getað verið ég... ég er bara aðeins tanaðari)

Þetta var samt ekki allt jafn smooth og það hljómar en dansgólfið var eitt það stífasta sem ég hef reynt við. Samt frekar fyndið og það kom mér á óvart hvað kaninn var að fíla þetta mikið, og þá sérstaklega brúðguminn sem þakkaði mér persónulega fyrir eftirá. Sögurnar ganga svo í skólanum og ekki einn maður í salnum sem hefur tjáð mér að þetta hafi ekki verið töff. Sem kemur mér sterklega á óvart enda eru alltaf einhverjir haters out there.

Þetta mynti mig smá á gamalt 50 ára brúðkaupsafmæli Ömmu Öllu og Afa Torfa þegar ég reif mig úr skyrtunni í dance-battle við Sólu þáverandi kærustu Pálmars. Það var líklega rangasta moment lífs míns til að pulla það move, en það er ótrúlegt hvað gamla fólkið getur verið opið fyrir gríninu. Good times.

En ég er hræddur um að ég kveðji dance-offs. Thanks for the good times.

Segi þetta gott í bili. Og fyrir alvarlega þá afsaka ég hversu mikið rugl þetta blogg er. (Samt allt satt)

A-Rag

9 ummæli:

  1. Flott blogg gamli, alltaf gaman að lesa þetta hjá þér. Þetta hefur verið flott atriði í brúðkaupinu :)

    Hvenær byrja svo leikirnir hjá ykkur ?

    Kveðja frá Ástralíu,
    Guðjón

    SvaraEyða
  2. It's an end of an era.....

    Véddi

    SvaraEyða
  3. Hahah auðvitað tekur þú þetta alla leið, vel gert árni.
    flott að heyra að þér gangi vel á æfingum :)

    kveðja frá litlu sys sem saknar þin miiikið

    SvaraEyða
  4. Hætta bara þessu körfuboltarugli og fara í So you think you can dance !!! ;)

    Annars haltu bara áfram að blogga =)

    Kv, Reynir

    SvaraEyða
  5. Blessadur Gudjon og takk fyrir thad...

    Leikirnir byrja um 16. November og verda fram til Mars. Eg mun samt ekki spila thennan vetur tharsem eg er redshirt freshman. Er samt thokkalega spenntur fyrir vetrinum.

    Hehe og gaman ad fa comment fra litlu sys... thad eru umtalad herna i lidinu hvad eg eigi saeta systur.

    Reynir... Eg er med thetta blogg.. bara fyrir thig!

    SvaraEyða
  6. Og word Veddi.. it is the end.

    Kv. Arni Ragg

    SvaraEyða
  7. Hehe ég fílaði þessa sögu feitt þegar þú sagðir mér hana á skype og ég fíla hana feitt ennþá!

    En í rauninni er djókið samt ekkert búið að mínu mati, þó þú sért orðinn góður að dansa þá er þetta samt fyndið ennþá og gaman að þessu finnst mér!

    - Pleasure P

    SvaraEyða
  8. Þú er auðvitað bara snillingur Árni!! Hvernig er það er ekki allt tekið upp í þessum Amerísku brúðkaupum :-) ???

    Kv,
    Helena
    p.s allir biðja að heilsa frá fossinum!

    SvaraEyða
  9. Hehe það er örrugglega rétt hjá þér Pleasure P!

    Helena ég held að það sé líka rétt hjá þér... þjálfarinn er að tala um að hann fái þetta á CD fljótlega. Kemur í ljós :)

    En já bið að heilsa öllum sömuleiðis Helena!

    Kv. Árni R

    SvaraEyða